Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum leita að öflugum liðsmanni til starfa hjá félögunum á Húsavík. Starfsmanninum er ætlað að gegna eftirlitsstarfi með kjörum og réttindum starfsmanna er tengjast atvinnuuppbyggingu á Bakka við Húsavík auk þess að sinna almennu vinnustaðaeftirliti. Þá er starfsmanninum ætlað að vinna almenn störf á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík s.s. túlkun kjarasamninga.
Hæfniskröfur:
Góð mannleg samskipti
Góð enskukunnátta
Góð tölvukunnátta
Skriflegum umsóknum skal skilað í lokuðu umslagi á Skrifstofu stéttarfélaganna Garðarsbraut 26, 640 Húsavík fyrir 25. febrúar 2016. Þá er einnig hægt að senda umsóknina á netfangið kuti@framsyn.is fyrir auglýstan frest.
Forstöðumaður Skrifstofu stéttarfélaganna, Aðalsteinn Árni Baldursson, veitir frekari upplýsingar um starfið.
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum eru ein öflugustu stéttarfélög landsins en um 2.700 félagsmenn eru innan þessara félaga. Á skrifstofu félaganna á Húsavík starfa fimm starfsmenn. Hægt er fræðast frekar um starfsemi félaganna á heimasíðu félaganna www.framsyn.is
Framsýn, stéttarfélag
Þingið, félag iðnaðarmanna
Starfsmannafélag Húsavíkur