Lífið á Þeistareykjum um þessar mundir

Þrátt fyrir vetrarveður er framkvæmdum fram haldið á Þeistareykjum, bæði utan og innan húss. Eftirlitsmenn frá Framsýn og Vinnumálastofnun fóru fyrir helgina í sameiginlega eftirlitsferð um svæðið. Heilsað var upp á innlenda og erlenda starfsmenn auk þess sem menn voru spurðir út í vinnustaðaskírteini sem starfsmönnum ber að hafa.  Því miður voru ekki allir starfsmenn undirverktakana með skírteini. Þeim var gefinn kostur á að laga það, að öðrum kosti verði þeir sektaðir í samræmi við gildandi lög um Vinnustaðaskírteini.

lnsbakki0216 022

lnsbakki0216 026

lnsbakki0216 005

lnsbakki0216 001