Samkvæmt vefmælinum fóru 2.401 notandi inn á heimasíðu stéttarfélaganna í síðustu viku. Í því sambandi má geta þess að um 1500 gestir fóru inn á síðuna föstudaginn 29. janúar þegar heimasíðan fjallaði um áform Samkaupa að taka verslanir keðjunnar í gegn á Húsavík og opna nýjar og glæsilegar verslanir í vor. Greinilegt er að margir eru áhugasamir um verslanir á svæðinu. Til viðbótar má geta þess að gestir síðunnar koma ekki bara frá Íslandi heldur er þó nokkuð um heimsóknir frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Póllandi.
Heimasíða stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er án nokkurs vafa vinsælasta heimasíða stéttarfélaga á Íslandi.