Fáir á félagsfundi um kjaramál

Það voru ekki margir sem lögðu leið sína á sameiginlegan fund Framsýnar og Þingiðnar um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Á fundinum sem haldinn var í vikunni var farið yfir helstu atriði samningsins og fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar um samninginn. Á næstu dögum munu þeir sem hafa atkvæðisrétt um samninginn fá kjörgögn í hendur.

lnsbakki0216 020lnsbakki0216 016lnsbakki0216 033