Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna hafa ákveðið að bjóða út framkvæmdir við breytingar á húsnæði félaganna að Garðarsbraut 26. Um er að ræða breytingar á efri hæðinni í átta skrifstofur, kaffistofu og eldhús. Hægt verður að nálgast útboðsgögn á Skrifstofu stéttarfélaganna frá og með þriðjudeginum 9. febrúar 2016. Nánari upplýsingar gefur Aðalsteinn Árni Baldursson á Skrifstofu stéttarfélaganna.