Stéttarfélögin og Leikfélag Húsavíkur í samstarf

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna og Leikfélag Húsavíkur hafa gert með sér samkomulag um niðurgreiðslu á leikhúsmiðum til félagsmanna stéttarfélaganna. Leikfélagið hefur sýningar á Dýrunum í Hálsaskógi í febrúar. Fullt verð á sýninguna verður kr. 3.000, verð til félagsmanna verður hins vegar kr. 2.000 þar sem stéttarfélögin niðurgreiða miðana. Til þess að virkja afsláttinn þurfa sýningagestir að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá afsláttarmiða sem þeir framvísa í leikhúsinu. Rétt er að ítreka að félagsmenn verða að nálgast miðana áður en þeir fara í leikhúsið, að öðrum kosti er afslátturinn ekki í boði.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Í boði eru afsláttarmiðar fyrir félagsmenn stéttarfélaganna á leiksýningu Leikfélags Húsavíkur, Dýrin í Hálsaskógi. Sýningar hefjast á næstu vikum.