Reiði og gleði hjá fundarmönnum

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar til að ræða málefni félagsins. Kjaramál voru fyrirferðamikil þar sem endurskoðun á forsendum gildandi kjarasamnings Samtaka atvinnulífsins og aðildarsambanda Alþýðusambandsins standa nú yfir. Mikil reiði kom fram á fundinum varðandi ákveðin vinnubrögð sem stunduð hafa verið síðustu vikurnar og varða endurskoðunina. Eftir miklar og líflegar umræður um kjaramál gerði formaður Kjörnefndar grein fyrir uppstillingu nefndarinnar í trúnaðarstöður fyrir félagið næstu tvö ár. Fram kom að mikil ásókn er meðal félagsmanna að fá að taka þátt í þróttmiklu starfi félagsins. Því miður komast ekki allir að en horft verður til þess að þeir komist að síðar. Eftir umræður var tillaga Kjörnefndarinnar samþykkt samhljóða og verður hún auglýst á næstu dögum.

lnssaga0116 008
Formaður Kjörnefndar, Ágúst Óskarsson, gerði grein fyrir tillögu Kjörnefndar sem var samþykkt samhljóða.

lnssaga0116 004

Menn voru hugsi á fundinum yfir nýja kjarasamningnum.