Fundað með stjórnendum á Bakka

Það er mikil vinna fólgin í því fyrir stéttarfélögin að fylgjast með framkvæmdunum sem tengjast uppbyggingunni á Bakka. Markmið félaganna er að vera í góðu sambandi við verktakana og starfsmenn þeirra. Fyrir helgina funduðu talsmenn Framsýnar, það er formaður og varaformaður með yfirmönnum LNS Saga á Bakka sem koma að því að reisa verksmiðju PCC í Bakkalandi. Fundurinn var haldinn á Húsavík. Eftir fundinn á Húsavík héldu fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar til Reykjavíkur þar sem fundað var með yfirmönnum fyrirtækisins um framkvæmdirnar á „Stór Húsavíkursvæðinu“ sem þeir sjá um. Það er byggingu stöðvarhússins á Þeistareykjum, hafnargerð, gangnagerð og vegagerð frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarlóðunum á Bakka auk uppsteypunnar á verksmiðju PCC á Bakka.