Starfsmenn á skólabekk

Það er ekki bara á Raufarhöfn sem stendur yfir fiskvinnslunámskeið. Á Húsavík stendur yfir samskonar námskeið sem gefur mönnum réttindi sem Sérhæfður fiskvinnslumaður, það er eftir sex daga námskeið. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun þegar fjallað var um atvinnulífið og helstu réttindi fiskvinnslufólks. Þátttakendurnir á námskeiðinu á Húsavík koma frá GPG-Fiskverkun og ÚA á Laugum. Þekkingarnet Þingeyinga sér um utanumhaldið varðandi bæði námskeiðin, það er á Húsavík og Raufarhöfn.