Samningur til kynningar

Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir kynningu á nýgerðum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar var fenginn til þess og fór hann yfir samninginn á fundi með starfsmönnum sem hófst kl. 16:30 í dag. Fundarmenn voru nokkuð ánægðir með samninginn en undruðust tengingu samningsins við svokallað Salek samkomulag. Sjá myndir frá fundinum en góð mæting var á fundinn.