Farðu frá með myndavélina! Björn Víkingur Björnsson er hér að bera rjúkandi hangikjöt frá Fjallalambi út í bíl sem var að taka hangikjöt hjá fyrirtækinu í dag. Björn Víkingur sem fer fyrir fyrirtækinu sagði mikið að gera við verkun á hangikjöti enda kjötið afar vinsælt meðal landsmanna. Hangikjötið mun án efa verða á borðum margra fjölskyldna um jólin og á þorrablótum eftir áramótin.
Farðu frá, hangikjötið borið út úr húsi til viðskiptavina.
Björn Víkingur heldur hér á fallegu hangilæri frá Fjallalambi.
Þrátt fyrir mikið álag í jólatörninni brosa starfsmenn Fjallalambs enda engin ástæða til annars.