Ályktun hittir gjörsamlega í mark

Óhætt er að segja að ályktun Framsýnar um kjör öryrkja, aldraðra og atvinnuleitenda hafi hitt í mark. Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ályktunina auk þess sem fjöldi fólks hefur sett sig í samband við forstöðumenn Framsýnar og þakkað fyrir stuðning félagsins sem sé ómetanlegur.

Hjarta Framsýnar slær með þeim sem krefjast jafnræðis og réttlætis í stað þeirrar misskiptingar sem þrífst því miður í þjóðfélaginu.