Þingi SGS lokið

Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014. Auk þess samþykkti þingið breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Þá sá þingið ástæðu til þess að samþykkja tvær yfirlýsingar, annars vegar stuðningsyfirlýsingu við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi og hins vegar yfirlýsingu vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála.

Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (AFL) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Framkvæmdastjórn sambandsins tók nokkrum breytingum en í nýkjörinni stjórn sitja: Aðalsteinn Á. Baldursson (Framsýn stéttarfélag) Halldóra Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Sigurður A. Guðmundsson (Vlf. Snæfellinga) og Ragnar Ólason (Efling stéttarfélag).

Varamenn eru: Anna Júlíusdóttir (Eining-Iðja), Þórarinn Sverrisson (Aldan stéttarfélag), Guðrún Elín Pálsdóttir (Verkalýðsfélag Suðurlands), Vilhjálmur Birgisson (Vlf. Akraness) og Linda Baldursdóttir (Vlf. Hlíf).

Yfirlýsingar þingsins, sjá www.sgs.is:

Stuðningsyfirlýsing við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi (PDF)
Yfirlýsing vegna vinnubragða við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála (PDF)

Ályktanir þingsins, sjá www.sgs.is:
Ályktun um húsnæðismál (PDF)
Ályktun um atvinnumál (PDF)
Ályktun um kjaramál (PDF)

Um 130 þingfulltrúar voru á þingi SGS sem lauk í gær.

Nokkrar ályktanir voru samþykktar á þinginu. Hægt er að nálgast þær inn á heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands.

Nýkjörin framkvæmdastjórn SGS. Frá vinstri: Aðalsteinn Á. Baldursson, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, Halldóra Sveinsdóttir, Ragnar Ólason, Björn Snæbjörnsson, Kolbeinn Gunnarsson og Sigurður A. Guðmundsson. Með þeim á myndinni er Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS.Ljóst er að forsendur kjarasamninga SGS og Samtaka atvinnulífsins eru brostnar. Eins og staðan er í dag er allt útlit fyrir það að samningunum verði sagt upp í febrúar þegar farið verður yfir forsendur samninganna. Aðrir hópar launafólks hafa fengið töluvert meiri launahækkanir en þeir lægst launuðu. Talað er um höfrungahlaup.

Þau stóðu vaktina fyrir Framsýn á þingi Starfsgreinasambands Íslands en félagið átti rétt á fjórum fulltrúum.


Svala formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar var einnig á svæðinu.

Formaður Framsýnar er brúnaþungur á þessari mynd en hann fór fyrir umræðu um húsnæðismál á þinginu sem voru fyrirferðar mikil enda býr fjöldi fólks við mikið óöryggi í þeim málum, bæði á leigumarkaði og þá á fólk með litlar tekjur ekki auðvelt með að koma sér þaki yfir höfuðið.