Ein fegursta sveit landsins heimsótt

Starfsmannafélagið G-26 stóð fyrir skemmtiferð í Öxarfjörðinn á föstudaginn. Að félaginu standa starfsmenn þeirra félagasamtaka og fyrirtækja sem starfa í húsnæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Meðal þess sem var skoðað í Öxarfirðinum var gulrótarræktin í Akurseli, eyðibýlin í Skógum og landsigið í Bakkalandi. Sjá myndir