Án efa verður ótrúlegt stuð á Húsavíkurkvöldi Völsungs í Kaplakrika í Hafnafirði laugardaginn 7. mars. Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk. Borðhald hefst svo stundvíslega kl. 20:00. Boðið verður upp á öndvegis læri frá Norðlenska, meðlæti frá Ekrunni og konfekt og kaffi frá þeim gömlu Braga og Nóa. Veislustjóri verður Haraldur Haraldsson. Vegleg dagskrá verður í boði: Ræðumaður dagsins verður snillingurinn Andri Valur Ívarsson markvarðahrellir. Félagarnir til fjölda ára, Bjarni Hafþór og Arnar Björns gera eitthvað skemmtilegt auk þess sem happdrætti verður í gangi, uppboð á málverkum, fjöldasöngur og að lokum verður dansað í Kaplakrikanum fram eftir nóttu og jafnvel morgni, hver veit. Eitt er víst, þegar Völsungar koma saman, þá er gaman. Miðaverðið er aðeins kr. 5.000,-. Pétur Helgi Pétursson sem svarar í síma 8639318 og Garðar Jónasar sem svarar í síma 8996635 taka við miða pöntunum. Mikilvægt er að menn skrái sig fyrir 5. mars. Koma svo…………………………
Pétur Helgi sem á heiður skilið fyrir að standa fyrir Húsavíkurkvöldinu ásamt öðrum góðum mönnum verður á svæðinu og hver veit nema Eiður Guðjohnsen láti sjá sig líka enda spilaði hann lengi með Völsungi hér á árum áður.