Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum stéttarfélaganna stefna að því að fara til Finnlands í haust á eigin vegum. Til stendur að heimsækja finnsku verkalýðshreyfinguna sem hefur boðist til að taka á móti gestunum úr Þingeyjarsýslu. Boðið verður upp á fræðslu um starfsemi stéttarfélaga í Finnlandi, atvinnuleysisbótakerfið, starfsmenntamál. Þá verður einnig farið yfir afstöðu atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar í Finnlandi til Evrópusambandsins en Finnar eiga aðild að sambandinu. Án efa verður þetta mjög áhugaverð ferð sem stendur yfir í fjóra daga.
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum stéttarfélaganna stefna til Finnlands í haust. Þessi mynd er tekin úr ferð sem farin var til Færeyja fyrir nokkrum árum.
Það er mikið lagt upp úr öflugu og líflegu starfi innan Framsýnar. Liður í því hefur verið að heimsækja verkalýðssamtök á hinum Norðurlöndunum og fræðast um starfsemi þeirra.