Kóngurinn á Raufarhöfn

Forsvarsmenn Framsýnar og GPG funduðu á Raufarhöfn í gær um starfsemina á Raufarhöfn þar sem fyrirtækið rekur öfluga fiskvinnslu sem hefur verið að eflast ár frá ári. Farið var almennt yfir starfsemina og kaupaukakerfið í húsinu.Þá hafa staðið yfir umtalsverðar breytingar á húsnæðinu. Fundurinn var vinsamlegur og ætla menn að skoða nokkur sameinginleg hagsmunamál er varða starfsemina á Raufarhöfn og vera í frekara sambandi.

Miðað við þessa mynd voru Gunnlaugur Karl eigandi GPG og Anna Romanska trúnaðarmaður starfsmanna ánægð með fundinn en myndin var tekin í fundarlok.

Kóngurinn var á Raufarhöfn í gær þar sem var verið að lesta og losa fiskafurðir á vegum GPG. Starfsemi fyrirtækisins skiptir miklu máli fyrir samfélagið á Raufarhöfn.