Ekki er annað vitað en að áramótin hafi farið vel fram á félagssvæði stéttarfélaganna og menn fagni almennt nýju ári með bros á vör. Á Húsavík var kveikt í brennu á gamlársdag auk þess var mikið skotið upp af flugeldum á miðnætti. Hér koma nokkrar myndir sem voru teknar á gamlársdag um leið og stéttarfélögin óska landsmönnum öllum farsældar á komandi ári.