Lokafundur ársins

Síðasti fundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar verður haldinn 12. desember í fundarsal félagsins. Þar sem um síðasta fund ársins er um að ræða verður starfsmönnum félagsins og trúnaðarmönnum á vinnustöðum boðið að sitja fundinn auk stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Eftir fasta dagskrárliði verður boðið upp á skemmtiatriði og kvöldverð.
Hefð er fyrir því innan Framsýnar að síðasti fundur ársins sé um leið uppskeruhátíð félagsins enda markmið Framsýnar að hafa starfið bæði gefandi og skemmtilegt.
Frænkurnar, Svava og Veiga eru ómissandi á jólafundinum enda miklir gleðigjafar.