Fundaði með Vinnumálastofnun

Formaður Framsýnar átti fund með forstjóra og lögfræðingi Vinnumálastofnunar í gær í Reykjavík. Þar fór hann yfir óánægju félagsins með ákvörðun stofnunarinnar að hætta starfsemi á Húsavík 1. desember n.k. Fundurinn var vinsamlegur en engin niðurstaða varð á fundinum. Framsýn mun halda áfram að berjast fyrir því að stöðugildið hjá Vinnumálastofnun verði ekki lagt niður. Þá vekur athygli að Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir hefur ekki séð ástæðu til að svara kalli félagsins um fund um málið sem er athyglisvert svo ekki sé meira sagt.
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, átti fund með Gissuri Péturssyni forstjóra Vinnumálastofnunnar í gær ásamt  lögfræðingi stofnunarinnar Unni Sverrisdóttir.