Söfnunin gekk afar vel

Fjölmargir brugðust við ákalli um að gefa föt í söfnunn til handa börnum í Grænlandi. Söfnunin fór fram í gær og bauðst fólki að koma með fötin á Skrifstofu stéttarfélaganna. Aðstandendur söfnunarinnar eru himinlifandi yfir viðbrögðum fólks og þakka kærlega fyrir sig.

Fatasöfnunin sem fram fór á Húsavík í gær tókst afar vel. Hér er Jóna Brynja Jónsdóttir í miðju fatafjallinu, það er rétt eftir að söfnuninn hófst.

Það var Skákfélagið Huginn í umboði Hróksins sem stóð að söfnuninni á Húsavík.

sjá hér