Uppgangur í Skúlagarði

Mikil uppgangur er í ferðaþjónustu í Skúlagarði í Kelduhverfi. Nýlega voru tekin í notkun ný 30 tveggja manna herbergi í einingum sem keyptar voru frá Reyðafirði þar sem þær voru notaðar sem vinnubúðir fyrir nokkrum árum. Til viðbótar er boðið upp á gistingu í 17 glæsilegum herbergjum í Hótel Skúlagarði sem var gert upp fyrir nokkrum árum. Það er Axel Yngvason sem stendur fyrir þessari uppbyggingu. Hann er bjartsýn á framtíðina í ferðaþjónustunni og segir mikið um bókanir hjá þeim í sumar.
Sigurfljóð, Linda og Silva tóku vel á móti forsvarsmönnum Framsýnar sem heimsóttu Hótel Skúlagarð og buðu þeim upp á rjúkandi kaffi og tertu. Frábærar móttökur takk fyrir.
Axel hótelhaldari og Jónína starfsmaður stéttarfélaganna fara hér yfir málin og uppganginn í ferðaþjónustunni á svæðinu.
Boðið er upp á ódýra gistingu fyrir ferðamenn í nýja gistihúsinu í Skúlagarði.
Verið þið blessuð svo við getum haldið áfram að vinna. Axel, iðnaðarmenn og vinir hafa komið að því að standsetja gistiheimilið sem nýlega var tekið í notkun.