Prinsar og prinsessur á Húsavík

Veðrið hefur leikið við okkur hér norðan heiða og margir góðir gestir hafa lagt leið sína í Þingeyjarsýslurnar. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af Viktoríu krónprinssessu Svíþjóðar og Daníel prins þegar þau komu til Húsavíkur í síðustu viku.

Bergur bæjarstjóri og Sigmundur Davíð forsætisráðherra bíða eftur gestunum sem voru að koma úr hvalaskoðunarferð.

Lögrelguprinsessan okkar, Sigrún Herdísardóttir, stóð heiðursvörð og sá til þess að allt færi vel fram.

Forseti Íslands var með í för ásamt forsetafrú.

Tignu gestunum frá Svíþjóð var vel tekið eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Fréttamenn voru á staðnum og að sjálfsögðu Laufey okkar Jónasóttir sem eins og margir aðrir lögðu leið sína niður að höfn til að fagna gestunum frá Svíþjóð.