Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var gestur á starfsmannafundi hjá Húsavík Cape Hótel í gær, laugardag. Farið var yfir réttindi og skyldur starfsmanna í ferðaþjónustu auk þess sem formaður svaraði spurningum um starfsemi félagsins.
Hjá Húsavík Cape Hótel starfa yfir tuttugu ungir starfsmenn en auk þess að vera með hótel í rekstri eru eigendur hótelsins með nokkrar íbúðir til leigu fyrir ferðamenn. Mikil uppgangur er í ferðaþjónustu á svæðinu, ekki síst á Húsavík.
Það er til mikillar fyrirmyndar þegar fyrirtæki óska eftir að fá kynningu á kjarasamningum, lögum og reglum fyrir sína starfsmenn. Stjórnendur Húsavík Cape Hótel óskuðu eftir slíkri kynningu í gær.