Undirbúningur í fullum gangi

Starfsmenn sveitarfélaga á félagssvæði Framsýnar komu saman í gær til að undirbúa kröfugerð félagsins í komandi kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Unnið verður áfram í mótun kröfugerðarinnar næstu daga með það að markmiði að hún verði klár eftir helgina. Þá hefur félagið óskað eftir fundi með samninganefnd sveitarfélaganna í framhaldi af því þar sem kröfugerðin verður kynnt.

Hópur fólks meðal starfsmanna sveitarfélaga sem eru innan Framsýnar undirbúa um þessar mundir kröfugerð á hendur sveitarfélögunum. Fjögur sveitarfélög eru á félagssvæði Framsýnar, Norðurþing, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit.