Allir velkomnir í jólakaffi

Þingeyingar og allir aðrir ábúendur á Íslandi, verið velkomin í jólakaffið  hjá stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum. Gleðin hefst kl. 14:00 á morgun, laugardag, og stendur yfir til kl. 18:00. Jólasveinar og fólk sem spilar og syngur verður á svæðinu auk þess sem rjúkandi kaffi og terta frá Heimabakarí verður í boði. Bara frábært. Sjáum hress og kát kæru landsmenn til sjávar og sveita.