Fyrir helgina kom stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar saman til reglulegs fundar en stjórnin kemur saman í hverjum mánuði til að úthluta styrkjum til félagsmanna. Um er að ræða sjúkradagpeninga og styrki sem falla undir reglugerð sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað um 2,6 milljónum til félagsmanna fyrir októbermánuð. Á síðasta ári fengu 478 félagsmenn úthlutað um 25 milljónum í styrki úr sjúkrasjóði Framsýnar. Ljóst er að félagsmenn búa vel að eiga aðgengi að sjóðum Framsýnar sem er eitt öflugasta stéttarfélag landsins.
Það er mikilvægt fyrir félagsmenn Framsýnar að eiga aðgengi að öflugum sjóðum innan félagsins þegar þeir þurfa á stuðingi að halda.