Fulltrúar frá þeim 16 stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands sem samþykkt hafa að veita sambandinu samningsumboð munu funda á Hótel Heklu á Suðurlandi á fimmtudag og föstudag. Á fundinum verður unnið að kröfugerð sambandsins, skipað í undirnefndir, farið yfir verklag og gengið frá forgangskröfum. Tveir fulltrúar verða frá Framsýn á fundinum, formaður og varaformaður.