Gangnamenn til fjalla

Þar sem slæm veðurspá er framundan hafa bændur víða í Þingeyjarsýslum ákveðið að fara í göngur. Reiknað er með slæmu veðri á föstudag og laugardag. Vitað er að bændur í Reykjahverfi, Mývatnssveit og Aðaldal eru þegar farnir í göngur. Þá hafa Frístundabændur á Húsavík ákveðið að fara í göngur á morgun og samkvæmt heimildum eru bæði bændur á Tjörnesinu og í Kelduhverfi í startholunum.  Samkvæmt heimildum frá Fjallskilastjóra Húsavíkur hefur ekki verið ákveðið hvenær réttað verður á Húsavík en það verður ekki gert á morgun, fimmtudag.