Fjárhús rís í Árholti

Jón  Gunnarsson bóndi í Árholti á Tjörnesi er um þessar mundir að byggja myndarlegt fjárhús á jörðinni.  Aðeins norðar eða í Lóni í Kelduhverfi eru einnig stórhuga bændur að byggja nýtt fjárhús. Það eru hjónin Einar Ófeigur Björnsson og Guðríður Baldvinsdóttir. Jón í Árholti á fyrir gamalt fjárhús sem hann mun nota áfram, ekki síst á vorin í sauðburði. Nýja fjárhúsið kemur til með að hýsa um 360 kindur. Fjárhúsið verður að sjálfsögðu fullkomið með ýmsum nýungum. Það er Trésmiðjan Rein sem reisir húsið. Reiknað er með að húsið verði fokhelt í haust. Við óskum Jóni að sjálfsögðu til hamingju með þennan merka áfanga.

Jón tekur fyrstu skóflustunguna. Hann bauð Sigurði stórbónda í Skarðaborg að vera við athöfnina ásamt Aðalsteini Á. Baldurssyni formanni Framsýnar.

Nágranni Jóns, Bjarni Sigurður, á Mánarbakka var að sjálfsögðu á staðnum þegar skóflustungan var tekin.

Eins og sjá má á þessari mynd er ekki hægt að sjá hvort Bjarni sé að koma eða fara.