Sara Stefánsdóttir var þúsundasti facebook vinur okkar og í tilefni að því fékk hún veglega gjöf frá Framsýn. Það borgar sig að vera vinur Framsýnar og fylgjast vel með en það er aldrei að vita hverju við tökum upp á þegar það fer að nálgast vin númer 1500 og svo við tölum nú ekki um númer 2000. Njótið dagsins kæru félagsmenn og vinir hér, þar og alls staðar! Til viðbótar má geta þess að facebook síða félagsins hefur vakið mikla athygli en Rafnar Orri Gunnarsson er ritstjóri síðunnar og sér alfarið um hana. Þá hefur gestum sem heimsækja heimasíðu stéttarfélaganna reglulega fjölgað verulega.
Sigurvegarinn, Sara Stefánsdóttir, er á þessari mynd, greinilega ekki á heimaslóðum en hún býr í Öxarfirði.