Fiskvinnslufólk á námskeiði

Um þessar mundir stendur yfir 40 stunda grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk. Starfsmennirnir sem eru 25 koma frá fyrirtækjunum Vísi og GPG á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga sér upp skipulagningu námskeiðsins.

 Á námskeiðinu er farið yfir marga þætti er varða þeirra störf s.s. gæðamál, markaðsmál, hreinlætismál, réttindi á vinnumarkaði, líkamsbeitingu og öryggi á vinnustöðum. Kennt er á tveimur stöðum, það er í fundarsal stéttarfélaganna og í kaffistofu starfsmanna Vísis. Námskeiðið klárast í næstu viku.

Af þeim 25 þátttakendum sem eru á námskeiðinu eru 18 pólverjar. Hér er Daria að túlka fyrir einn af kennurum námskeiðsins. Starfsmenn sem hefja störf í fiskvinnslu á Íslandi eiga rétt á 40 tíma námskeiði þegar þeir hefja störf, það er á fyrstra starfsári.

Myndband á Heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum skoðað, www.framsyn.is. Þar má sjá starfsmenn hjá Vísi og GPG við störf. Greinilegt er að ánægja er meðal félagsmanna með síðuna og upplýsingaflæðið sem þar kemur fram til þeirra.

Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér voru menn almennt ánægðir með námskeiðið.