Fundur um jafnréttismál í kvöld -fjölmennum á fundinn

Framsýn- stéttarfélag stendur fyrir opnum fundi í kvöld, þriðjudaginn 6. nóvember í fundarsal stéttarfélaganna. Fundurinn hefst kl. 20:00. Frummælandi: Maríanna  Traustadóttir jafnréttisfulltrúi  ASÍ.  Fundurinn er öllum opinn ekki bara félagsmönnum Framsýnar. Sjá frekari uppfjöllun:

Jafnrétti – Draumur eða veruleiki?

Er jafnrétti kynjanna fjarlæg draumsýn? Geta aðilar vinnumarkaðarins með samhentu átaki breytt tálsýn í veruleika? Fjallað verður um nýjustu strauma og stefnur í kynjajafnrétti á opnum fundi sem Framsýn- stéttarfélag stendur fyrir þriðjudaginn 6. nóvember í fundarsal stéttarfélaganna. Fundurinn hefst kl. 20:00. Frummælandi: Maríanna  Traustadóttir jafnréttisfulltrúi  ASÍ.  

Á fundinum  mun Maríanna fjalla m.a. um nýjustu launakannanir almennar/opinberar. Jafnlaunastaðal, nýja stefnu ASÍ (þ.e. hvað getur verkalýðshreyfingin gert), fræðslu, viðhorfbreytingar, samþættingu vinnu og einkalífs. Vinnuálag kvenna/karla/heimilisstörf/dagvistun. Kynbundið starfsval. Landsbyggð vs höfuðborgarsvæðið þegar komið er að starfsvali o.s.frv…..

Skorað er á fólk að fjölmenna á fundinn um þetta mikilvæga málefni. Rétt er að taka fram að fundurinn er öllum opinn.

 Framsýn- stéttarfélag