Kjarasamningar í uppnámi

Forseti Alþýðusambands Íslands, Gylfi Arnbjörnsson, gerði sér ferð til Húsavíkur fyrir helgina þar sem hann fundaði með fulltrúum Framsýnar, Þingiðnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar um kjaramál, lífeyrissjóðsmál  og væntanlegt þing sambandsins í haust en það verður haldið í Reykjavík um miðjan október. Gylfi kom víða við í sinni yfirferð og sagði forsendur kjarasamninga m.a.  í hættu. Að venju urðu fjörugar umræður á fundinum og voru skoðanir skiptar.Setið á fundi með forseta ASÍ. Fundarmenn komu á framfæri mörgum athugsemdum og ábendingum við Gylfa.