Árangursríkur fundur í orlofshúsi

Stjórn og trúnaðarmannaráð kom saman til fundar í gær í orlofshúsi Framsýnar í Dranghólaskógi í Öxarfirði. Fundurinn var mjög árangursríkur enda umræður líflegar um efnismikla dagskrá fundarins. Í lok fundar, en hann stóð fram eftir kvöldi, grilluðu fundarmenn saman áður en þeir héldu heim á leið eftir góðan fund. Sjá myndir: 

Það var þröngt á þingi í sumarbústaðnum í gær. Þrátt fyrir það fór vel um alla á góðum fundi Framsýnar.

Torfi, Kári og Dómhildur eru greinilega hugsi yfir stöðu mála.

Fundi lokið og menn að undirbúa sig undir grillið. Einar, Palli, Kári og Torfi eru hér klárir í slaginn.

Þau „mettuðu“ þúsundir í gær.

Þau eiga það sameiginlegt að hafa komið öll ný inn í stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar á síðasta aðalfundi Framsýnar. Allt frábært fólk; Jóna, Þórdís, Maggi, Kári og Veiga.

Viðgerðarmaðurinn Olga Gísla lagar útiljósið en það gekk nú ekki alveg nógu vel.

Hvar er andsk…… skrúfan!!!!!!!!!!!!!!!!! Ósk og Einar komu Olgu til aðstoðar þegar hún tapaði skrúfu úr útiljósinu.

Allt fór vel að lokum og engin fór svangur heim.