Til hamingju Völsungur!

Íþróttafélagið Völsungur er um þessar mundir 85 ára. Í tilefni af því verður afmælisfagnaður í Höllinni í dag, 12. apríl kl. 18:00. Þar mun formaður félagsins, Guðrún Kristinsdóttir, flytja hátíðarræðu, nokkrir góðir Völsungar verða heiðraðir og deildir innan félagsins verða með sýningaratriði. Þá verður í boði súpa og brauð frá Norðlenska, Sölku og Heimabakaríi.

Allir eru velkomnir segir í auglýsingu í Skránni í dag. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum óska Völsungum til hamingju með þessi merku tímamót. Áfram Völsungur um ókomna tíð!!

Völsungar eiga stuðningsmenn um land allt. Hér eru tvær ungar stúlkur sem búa í Garðabæ sem báðar halda að sjálfsögðu með sínum mönnum á Húsavík. Þær eru Aðaldís Emma og Heiðveig.

Smá ættfræði: Aðaldís, faðir Baldur Ingimar Aðalsteinsson frá Húsavík. Heiðveig, móðir Heiðrún Jónsdóttir frá Húsavík.