Fundir framundan hjá Framsýn

Boðaður hefur verið fundur í Stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar fimmtudaginn 24. nóvember kl. 19:00 í fundarsal félagsins. Gestur fundarins verður Kristján Bragason framkvæmastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Síðasti fundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs verður svo föstudaginn 9. desember kl. 20:00. Aðalfundur Sjómannadeildar félagsins verður svo haldinn í desember. Ekki er búið að ákveða tímasetninguna.