Starfsmenn komu saman

Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna ásamt mökum komu saman um helgina til að kveðja Snæbjörn Sigurðarson sem er að hefja störf hjá sveitarfélaginu Norðurþingi um þessar mundir. Eins og fram hefur komið hefur Orri Freyr Oddsson verið ráðinn í hans stað. Þrátt fyrir að tilefnið væri að kveðja Snæbjörn skemmtu starfsmenn og makar sér konunglega undir góðum kvöldverði á Gamla bauk.  

Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna gerðu sér glaðan dag um helgina.

Frímann spilaði og söng fyrir gestina en konan hans starfaði við afleysingar á Skrifstofu stéttarfélgaanna í sumar.