Nú er hægt að nálgast myndir frá hátíðarhöldunum 1. maí á Húsavík en hátíðin var mjög vegleg í ár í tilefni af því að 100 ár eru nú liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. Myndirnar eru hýstar á vefsvæði Flickr ásamt fleiri myndum úr starfsemi stéttarfélaganna. Í framtíðinni verða nýjar myndir úr starfi félaganna settar inn á síðuna jafnóðum svo og eldri myndir sem til eru í myndasafni stéttarfélaganna.