Nemendur úr FSH í heimsókn

Góðir gestir úr Framhaldsskóla Húsavíkur komu í  heimsókn í gær til að kynna sér starfsemi stéttarfélaganna. Mjög gott samstarf hefur verið milli skólans og félaganna um kynningu á félögunum og atvinnulífinu á svæðinu. Unglingarnir voru duglegir að spyrja um flest milli himins og jarðar. Þá hefur fulltrúum Framsýnar verið boðið að koma í tvo grunnskóla á svæðinu í maí með kynningu á starfsemi félagsins.

Tveir hópar úr Framhaldsskólanum komu í heimsókn til stéttarfélaganna í gær til að kynna sér starfsemi félaganna.

Nemendur voru ánægðir með kynninguna hjá Snæbirni Sigurðarsyni starfsmanni stéttarfélaganna.