Allir á Bingó í kvöld

Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga stendur fyrir bingói á Fosshótel Húsavík í kvöld kl. 20:00. Veglegir vinningar eru í boði. Til stendur að safna fyrir nýjum speglunartækjum svo hægt verði að skoða okkar innri mann! Málefnið er gott og því er full ástæða til að hvetja fólk til að taka þátt í bingóinu í kvöld. Þess má geta að Framsýn og Þingiðn samþykktu að styrkja söfnunina um kr. 200.000,-. Þá hafði Starfsmannafélag Húsavíkur áður gefið sambærilega upphæð eða kr. 100.000,- til Styrktarfélags HÞ.

Svala Hermannsdóttir formaður Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga kom við á Skirfstofu stéttarfélaganna í dag og tók við 200.000,- króna gjöf frá Framsýn og Þingiðn. Jónína Hermannsdóttir starfsmaður félaganna afhendi henni gjöfina sem ætlað er að ganga upp í kaup á nýjum speglunarrækjum.