Kröfurnar í ruslið

Samtök atvinnulífsins hafa ekki tekið kröfum Starfsgreinasambands Íslands um launahækkanir sérstaklega vel en samningar eru lausir um næstu mánaðamót. Markmið Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun upp fyrir kr. 200 þúsund á mánuði. Þau eru í dag um kr. 192 þúsund og er verið að greiða eftir þeim. Það er með öllu óskiljanlegt að Samtökin hafi ekki meiri metnað fyrir sínu starfsfólki og ætli þeim að hækka aðeins um 1,5% á mánuði eins og þeirra tillögur gera ráð fyrir. Það þýðir að laun verkafólks færu úr kr. 191.752 í kr. 194.628,-. Þetta er nú allt svigrúmið sem Samtök atvinnulífsins telja vera til staðar. Þess má geta að samninganefnd Starfsgreinasamband Íslands mun funda á morgun og fara yfir stöðuna og ákveða næstu skref.

Í ljósi andstöðu Samtaka atvinnulífsins gagnvart kröfum Starfsgreinasambands Íslands er táknrænt að við samningaborðið í húsnæði Ríkissáttasemjara er ruslatunna, væntanlega til að koma launakröfum sambandsins fyrir sem samtökin hafa þegar hafnað.