Sam­tök at­vinnu­lífsins gegn straumi tímans

Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar – stéttarfélags skrifar áhugaverð grein í Fréttablaðið sem er meðfylgjandi þessari frétt. Atvinnurekendur hafa boðið verkalýðshreyfingunni að fella niður kaffitíma starfsmanna og stytta þannig vinnuvikuna. Hugmynd Samtaka atvinnulífsins er víðáttu vitlaus og því ekki undarlegt að menn eins og Viðar setjist niður og skrifi grein um málið. Við fengum leyfi hans til að birta þessa ágætu grein sem mikilvægt er að verkafólk um land allt lesi. Þessi leið á ekki að vera í boði.

„Hug­myndir Sam­taka at­vinnu­lífsins um vinnu­tíma­breytingar hafa verið helsta inn­legg sam­takanna til kjara­við­ræðna síðustu mánaða. Þrír megin­þættir eru í þessum hug­myndum: Að víkka dag­vinnu­tíma­bilið, selja út kaffi­tíma og lengja upp­gjörs­tíma yfir­vinnu. Því hefur verið haldið fram að þessar hug­myndir séu fjöl­skyldu­vænar og fram­sæknar. En út á hvað ganga hug­myndirnar?

Í fyrsta lagi vilja SA út­víkka mörk dag­vinnu­tíma­bilsins úr 10 tímum (klukkan 7:00 til 17:00 í nú­gildandi samningum aðildar­fé­laga SGS) yfir í 13 tíma (klukkan 6:00 til 19:00 sam­kvæmt til­lögum SA). Þannig fengi at­vinnu­rek­endandi veru­lega út­víkkaða heimild til að á­kveða á hvaða tíma dagsins ein­stak­lingur í dag­vinnu vinnur. Starfs­maður gæti ekki neitað að vinna á því tíma­bili og ætti ekki rétt á yfir­vinnu­á­lagi á tíma­bilinu. Þannig gæti at­vinnu­rekandi fyrir­skipað verka­manni að vinna sinn 8 klukku­tíma vinnu­dag, svo dæmi sé nefnt, frá klukkan 11:00-19:00 eða frá klukkan 06:00 til 14:00 án nokkurrar auka­greiðslu.

Þetta væri gjörbreyting á þeim ramma dag­vinnu sem nú er við lýði. Nú­verandi tak­markanir á ramma dag­vinnu­tímans eru hugsaðar til að skapa sam­hljóm við aðrar stofnanir í sam­fé­laginu, svo sem al­mennings­sam­göngur og opnunar­tíma skóla. Með þessum breytingum yrði mun erfiðara fyrir verka­fólk að sam­stilla þessi at­riði dag­legrar til­veru, en án þess að bera nokkuð úr býtum í staðinn.

Að kaupa kjara­bætur af sjálfum sér 

Í öðru lagi hafa SA lagt til að kaffi­tímar verði felldir út úr út­reikningi dag­vinnu­tímans, og að þannig náist í orði kveðnu fram stytting á vinnu­tíma. Hug­myndin er sú að starfs­maðurinn komist fyrr heim úr vinnu með því að taka sér ekki kaffi­tíma. Þessi til­laga er hreinar sjón­hverfingar. Auð­vitað mun starfs­fólk eftir sem áður þurfa að taka sér hlé, enda voru kaffi­tímar felldir inn í kjara­samninga á sínum tíma af þeirri á­stæðu. Í líkam­lega og and­lega krefjandi störfum, líkt og þeim sem unnin eru af fé­lags­fólki Eflingar og aðildar­fé­laga SGS, þarf fólk að taka sér pásu. Að setja starfs­fólki þann afar­kost að þurfa annað­hvort að taka sér hlé á eigin kostnað eða vinna ör­þreytt í strik­lotu yfir daginn er engin kjara­bót heldur ó­á­byrgur blekkingar­leikur.

Ráðskast með vinnu­tímann 

Í þriðja lagi hafa Sam­tök at­vinnu­lífsins sett fram rót­tækar til­lögur um út­víkkað upp­gjör á yfir­vinnu, þannig að vinna um­fram 8 tíma á stökum degi teljist ekki sjálf­krafa sem yfir­vinna. Sam­kvæmt til­lögunum yrði at­vinnu­rek­endum jafn­vel heimilt að færa yfir­vinnu­stundir eins mánaðar inn í dag­vinnu­tíma næsta mánaðar og gera yfir­vinnu upp á árs­grund­velli. Enn fremur er lagt til að at­vinnu­rekandi geti skyldað starfs­mann til að taka frí á móti yfir­vinnu­stundum fremur en að fá þær greiddar. Verka­fólk þyrfti sí­fellt að vera til­búið að vinna lengur þegar at­vinnu­rekanda hentar, með al­gjörri ó­vissu um hvort um­fram­vinnu­stundir teljist á endanum yfir­vinna eða ekki. Með þessu fá at­vinnu­rek­endur heimild sem ekki hefur sést á vinnu­markaði ára­tugum saman til að ráðskast með tíma launa­fólks.

Með inn­leiðingu þessara breytinga gæti farið svo að 12 tíma vinnu­dagur án nokkurra yfir­vinnu­greiðslna eða tryggra kaffi­hléa yrði raunin. Með þessu yrði hjólum sögunnar snúið aftur til 19. aldar, tíma ó­boð­legra vinnu­að­stæðna, vondra lífs­gæða al­mennings og of­ríkis at­vinnu­rek­enda. „Sveigjan­leiki“ er orð sem oft heyrist notað í á­róðrinum, en þá gleymist að á ís­lenskum vinnu­markaði er engum bannað að vinna langan vinnu­dag – enda gera það flestir fé­lags­menn al­mennra verka­lýðs­fé­laga. En nú­verandi rammi tryggir að fyrir langa eða ó­reglu­lega vinnu­daga komi sann­gjarnar greiðslur.

Mínúturnar okkar – verð­tryggð kjara­bót 

Í stuttu máli eru allar til­lögur Sam­taka at­vinnu­lífsins um vinnu­tíma­breytingar hreinar kjara­skerðingar. SA hafa ekki fengist til að ræða um al­mennar launa­hækkanir í yfir­standandi kjara­við­ræðum nema sem nokkurs konar mót­fram­lag gegn þess konar skerðingum. Að fallast á slík skipti er al­gjört glap­ræði. Ó­líkt krónum eru mínútur eru ekki háðar hag­sveiflum og eru í raun hryggjar­stykki kjara­samningsins. Ein­mitt þess vegna hefur verka­lýðs­hreyfingin í yfir 100 ár sett kröfur um vinnu­tíma­skil­greiningar á oddinn. Þær kjara­bætur sem þannig fást eru ekki mældar í af­stæðum krónum heldur ó­breytan­legum mínútum, og eru þannig „verð­tryggðar“ ef svo má segja.

Mark­mið verka­lýðs­hreyfingarinnar í yfir­standandi samninga­við­ræðum er að bæta kjör verka­fólks, ekki rýra þau. Þetta á ekki síst við um vinnu­tímann og skil­greiningar hans. Stéttar­fé­lög al­menns verka­fólks, verslunar­fólks og opin­berra starfs­manna hafa öll lagt til styttingu vinnu­tímans, og mikill með­byr er nú með slíkum hug­myndum eins og sást vel á glæsi­legri ráð­stefnu Lýð­ræðis­fé­lagsins Öldu um síðustu helgi. Stéttar­fé­lögin studdu við þá ráð­stefnu, á meðan SA þáðu ekki boð um þátt­töku. Það er vægast sagt sorg­legt að fram­lag SA til þeirrar um­ræðu sé lenging vinnu­tímans, sjón­hverfingar og skert stjórn verka­fólks yfir tíma sínum.“