VÞ eflir blak á Þórshöfn

Í dag færði Verkalýðsfélag Þórshafnar Íþróttahúsinu á Þórshöfn kr. 100.000 til kaupa á búnaði fyrir blak. Búið er að kaupa tvö net og voru þau afhent í dag.

Mikill áhugi er fyrir blaki á Þórshöfn og á síðasta ári var kvennaliðið Álkurnar stofnað. Nýju netin voru vígð á æfingu í kvöld. Með því að skoða slóðina hér að neðan má sjá Kristínu Kristjánsdóttur starfsmann VÞ koma færandi hendi með netin góðu.

http://www.langanesbyggd.is/is/um-langanesbyggd/frettir/verkalydsfelagid-stydur-vid-blakithrottina