Kjörnefnd Framsýnar að ljúka störfum

Hér má sjá Kjörnefnd Framsýnar að störfum í vikunni. Henni er ætlað að stilla upp í allar trúnaðarstöður á vegum félagsins til næstu tveggja ára. Nefndin mun kynna tillögur sínar fyrir stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins næsta miðvikudag. Í kjölfarið verður tillagan auglýst meðal félagsmanna sem gefst kostur á að koma með breytingatillögur samkvæmt ákvæðum sem fram koma í lögum félagsins.

Setið á fundi og stillt upp fyrir næsta kjörtímabil hjá Framsýn sem eru tvö ár frá og með næsta aðalfundi sem haldinn verður fyrir vorið.