Ný heimasíða um starfsmatið

Nú eru aðgengileg svör við öllu sem þú vildir vita um starfsmatið en þorðir ekki að spyrja. Ef þú ert starfsmaður hjá sveitarfélagi og raðast í launaflokka út frá starfsmati er rétt að kynna sér þessa heimasíðu: http://www.starfsmat.is/. Á síðunni má finna almenna fræðslu um starfsmatið, forsendur fyrir því hvernig störf eru metin og hvaða ferli fer í gang þegar óskað er eftir endurmati á störfum.

Félagsmenn Framsýnar, Verkalýðsfélags Þórshafnar og STH taka flestir laun eftir starfsmati. Þú geta starfsmenn fræðst um matið og hvernig þeir raðast inn á nýrri heimasíðu starfsmat.is.