Kaffispjall með þingmönnum

Þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær. Þjóðmálin og málefni Þingeyinga voru til umræðu, ekki síst atvinnuuppbyggingin sem framundan er á Húsavíkursvæðinu. Fundurinn var vinsamlegur og skiptust starfsmenn og þingmennirnir á skoðunum.

Formaður Framsýnar er hér með þingmönnunum Bjarkey Olsen og Steingrími J. sem litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna. Stéttarfélögin leggja mikið upp úr góðu samstarfi við þingmenn kjördæmisins sem eru ávalt velkomnir í heimsókn í létt spjall.