Guðmundur Þorvar fallinn frá

Guðmundur Þorvar Jónasson er fallinn frá. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 6. desember 2015. Guðmundur starfaði í mörg ár sem húsvörður með orlofsíbúðum Framsýnar og Þingiðnar við Freyjugötu 10 í Reykjavík. Um leið og stéttarfélögin þakka Guðmundi fyrir vel unnin störf í þágu félaganna votta félögin eiginkonu og fjölskyldu samúðar. Minning um góðan mann lifir.

Framsýn stéttarfélag

Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum