Góðar upplýsingar til erlendra starfsmanna

Búið er að setja inn á heimasíðuna upplýsingar á ensku og pólsku um helstu ákvæði úr kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Hægt er að skoða nýju tenglana hér að neðan til vinstri. Töluvert er um að erlendir stafsmenn leiti til Skrifstofu stéttarfélaganna eftir þessum upplýsingum á sínum tungumálum sem nú stendur þeim til boða sem er hið besta mál.

Búið er að bæta þjónustu við erlenda starfsmenn innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. En mikil þörf hefur verið á því varðandi þýðingu á kjarasamningum.