Fálkar á ferð í fallegu vetrarveðri

Starfsmenn Framsýnar voru í vinnustaðaheimsóknum í dag í Öxarfirði, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Veðrið var frábært eftir heldur leiðinlega daga undanfarið. Reyndar gengur spáin út á frekari leiðindi næstu daga. Svo virtist sem fálkarnir áttuðu sig á þessu þar sem sjá mátti nokkra á sveimi í dag í norðursýslunni, hugsanlega í ætisleit. Tveir þeir náðust á mynd:

Þessi Fálki var við Silfurstjörnina og tók lífinu með ró.

Það sama má segja um þennan Fálka sem hvíldi sig á steini fyrir utan Raufarhöfn.